■ Aðstoð og þjónustuupplýsingar um Nokia
Á vefslóðinni www.nokia.com/support, eða á vefsvæði Nokia í heimalandi þínu, geturðu
athugað með nýjustu útgáfu þessarar handbókar, frekari upplýsingar, hluti til niðurhals
og þjónustu fyrir Nokia-vöruna þína.
Á vefsetrinu er hægt að fá upplýsingar um notkun á Nokia-vörum og þjónustu.
Ef hafa þarf samband við þjónustuborð skal skoða listann yfir staðbundna
Nokia-þjónustuaðila (Nokia contact centers) á www.nokia.com/customerservice.
Vegna viðhaldsþjónustu skal finna næsta Nokia-þjónustuaðila (Nokia services
center) á www.nokia.com/repair.
Uppfærsla hugbúnaðar
Nokia framleiðir stundum uppfærð forrit sem geta innihaldið nýjar aðgerðir eða virkað
betur og afkastað meiru. Það kann að vera hægt að biðja um þessar uppfærslur með
Nokia Software Updater forritinu. Til að uppfæra hugbúnað tækisins þarf Nokia
Software Updater forritið og samhæfa tölvu með Microsoft Windows 2000 eða XP stýrikerfi,
breiðbands-internetaðgang og samhæfa gagnasnúru til að tengja tækið við tölvuna.
Nánari upplýsingar um Nokia Software Updater forritið og niðurhal á því er að finna
á www.nokia.com/softwareupdate eða vefsetri Nokia í eigin landi.
Ef símafyrirtækið styður uppfærslur á forritum í ljósvakaboðum er einnig hægt að nota
tækið til að biðja um uppfærslur. Sjá „Hugbúnaður uppfærður“ á bls. 81.
Niðurhal á uppfærslum á forritum getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi
þjónustuveitunnar. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.
Gættu þess að rafhlaða tækisins sé fullhlaðin eða settu hleðslutækið í samband áður en
uppfærslan hefst.