
■ Skyndiminni hreinsað
Skyndiminni er minni sem er notað til að vista gögn til skamms tíma. Ef reynt hefur verið að
komast í eða opnaðar hafa verið trúnaðarupplýsingar sem krefjast aðgangsorðs skal tæma
skyndiminnið eftir hverja notkun. Upplýsingarnar eða þjónustan sem farið var í varðveitist
í skyndiminninu. Til að tæma skyndiminnið skaltu velja Valmynd > Vefur > Valkostir > Eyða
gögnum > Hreinsa skyndiminni.
Til að hreinsa öll einkagögn, þar með talið skyndiminni, fótspor (cookies),
sniðupplýsingar, lykilorð og vafrayfirlit skaltu velja Valmynd > Vefur > Valkostir >
Eyða gögnum > Allt.