■ Öryggi tenginga
Ef öryggisvísirinn
birtist á meðan tenging er virk er gagnasending á milli
tækisins og netgáttar eða miðlara dulkóðuð.
Öryggistáknið sýnir ekki að gagnasendingin milli gáttarinnar og efnisþjónsins (eða staðarins
þar sem umbeðin tilföng eru geymd) sé örugg. Þjónustuveitan tryggir gagnasendinguna milli
gáttarinnar og efnisþjónsins.
Til að skoða upplýsingar um tenginguna, stöðu dulkóðunar og upplýsingar um
miðlarakenni skaltu velja Valkostir > Verkfæri > Upplýsingar síðu.
Öryggisaðgerðir geta verið nauðsynlegar fyrir tiltekna þjónustu, líkt og
bankaþjónustu. Þú þarft öryggisvottorð fyrir slíkar tengingar. Þjónustuveitan
gefur nánari upplýsingar. Sjá einnig „Vottorðastjórnun“ á bls. 73.