
Lagalisti
Til að taka saman og vista eigin lagalista skaltu velja Lagalistar > Valkostir > Nýr
lagalisti. Veldu minnið sem vista skal lagalistann í og sláðu inn heiti hans. Merktu
lögin sem á að spila og ýttu á skruntakkann.
Til að hlusta á lagalista skaltu velja Lagalistar, skruna að lagalistanum og velja
Valkostir > Spila.
Hægt er að bæta lögum við vistaðan lagalista í öðrum skjágluggum. Til að bæta
t.d. við albúmi skaltu velja Plötur, finna albúmið, skruna að því og velja Valkostir >
Bæta á lagalista > Vistaður lagalisti. Veldu lagalistann sem bæta á albúminu við.