
Hlustað á tónlist
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum
hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar
hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.

51
Til að hefja spilun eða gera hlé á henni skaltu ýta á skruntakkann Skipt er yfir
í fyrra eða næsta lag með því að skruna niður eða upp. Ýttu skruntakkanum upp
eða niður til að spóla hratt áfram eða til baka.
Til að sjá lista sem er í spilun skaltu velja Valkostir > Opna „Í spilun“.
Til að fara aftur í biðstöðu og hafa tónlistarpilarann í bakgrunni skaltu ýta
á rofann.
Til að spilun laga sé endurtekin skaltu velja Valkostir > Endurtaka. Veldu Öll lög til
að endurtaka öll lög sem eru í spilun, Eitt til að endurtaka lagið sem verið er að
spila Óvirkt til að lög séu ekki endurtekin.
Til að spila lög í handahófskenndri röð skaltu velja Valkostir > Spilun af
handahófi > Virkt.