■ Gallerí
Notaðu Gallerí til að geyma og flokka kyrrmyndir, hreyfimyndir, lög, hljóðinnskot,
spilunarlista, straumspilunartengla, .ram-skrám og kynningar.
Veldu Valmynd > Gallerí. Til að opna möppu (t.d. Myndir) skaltu velja hana.
Skrá er opnuð með því að velja hana. Skráin opnast í viðkomandi forriti.
Hægt er að flytja hreyfimyndir í símann úr samhæfri tölvu og hlaða niður
myndskeiðum úr samhæfri netmyndaþjónustu í símann með
pakkagagnatengingu.
Til að gera mynd að veggfóðri skaltu velja Myndir og skruna að myndinni. Veldu
Valkostir > Nota mynd > Nota sem veggfóður. Til að tengja myndina við tengilið
skaltu velja Setja við tengilið.
Til að gera hreyfimynd að myndsímtalstóni skaltu velja Myndskeið og skruna að
hreyfimyndinni. Veldu Valkostir > Nota myndskeið > Nota sem hringitón. Til að
tengja hreyfimyndina við tengilið skaltu velja Setja við tengilið.
Til að afrita skrár í minni símans eða á minniskort skaltu skruna að skránni
eða merkja skrárnar og velja Valkostir > Skipuleggja > Afrita í minni síma eða
Afrita á minniskort.
Til að búa til kyrrmynda- eða hreyfimyndamöppur og setja skrár í þær skaltu
velja Myndir eða Myndskeið og skruna að skrá. Veldu Valkostir > Skipuleggja >
Ný mappa og minnið og sláðu inn heiti skráarinnar. Merktu skrárnar sem eiga að
fara í möppuna og veldu Valkostir > Skipuleggja > Færa í möppu og möppuna.
46