
■ Hringitónn valinn
Þú getur sett hringitón (einnig myndsímtalstón) við hvern tengilið eða hóp.
1. Veldu Valmynd > Tengiliðir.
2. Ef bæta á hringitón við tengilið skaltu velja tengiliðinn og síðan Valkostir >
Hringitónn og viðeigandi hringitón.
Til að bæta hringitón við hóp skaltu skruna til hægri að hóplistanum og síðan
að tengiliðahóp. Veldu Valkostir > Hringitónn og hringitón hópsins.
Til að fjarlægja hringitóninn af einstaklingi eða hópi skaltu velja Sjálfvalinn tónn
sem hringitón.