
Spjall í spjallhópi
Veldu Valmynd > Forrit > Spjall > Spjallhópar.
Þegar þú hefur gerst þátttakandi í spjallhópi geturðu bæði skoðað skilaboðin sem
skipst er á í hópnum og sent þín eigin skilaboð.
Skilaboð eru send með því að skrifa þau og styðja svo á skruntakkann
eða hringitakkann.
Til að senda einkaskilaboð til ákveðins meðlims (ef það er leyfilegt í hópnum)
skaltu velja Valkostir > Senda einkamál, velja svo viðtakandann, skrifa skilaboðin
og styðja á skruntakkann.
Til að svara einkaboðum sem þú hefur móttekið skaltu skruna að skilaboðunum og
velja Valkostir > Svara.
Til að bjóða spjalltengiliðum sem eru tengdir að ganga í spjallhópinn (ef það er
leyfilegt) skaltu velja Valkostir > Senda boð, velja tengiliðina sem þú vilt bjóða
í hópinn, skrifa boðin til þeirra og velja Senda.

43