Nokia 6120 classic - 5. Skilaboð

background image

5. Skilaboð

Þú getur búið til, sent, tekið á móti, skoðað, breytt og skipulagt textaboð,
margmiðlunarboð, tölvupóstskeyti, kynningar og skjöl. Þú getur einnig tekið
við skilaboðum og gögnum um Bluetooth-tengingu, tekið við og áframsent
myndskilaboð, tekið við þjónustuboðum og skilaboðum frá endurvarpa og
sent þjónustuskipanir.

Til að opna Skilaboð skaltu velja Valmynd > Skilaboð. Þá sérðu Ný skilaboð og
lista yfir sjálfgefnar möppur:

Innhólf—inniheldur móttekin skilaboð, fyrir utan tölvupóst og skilaboð frá

endurvarpa. Tölvupóstur er vistaður í möppunni Pósthólf. Til að lesa skilaboð frá
endurvarpa skaltu velja Valkostir > Upplýs. frá endurvarpa.

Mínar möppur—Til að flokka skilaboð í möppur.

Pósthólf—Til að koma á tengingu við ytra pósthólfið þitt til að sækja nýjan

tölvupóst eða skoða tölvupóst sem þú hefur áður sótt án tengingar. Þegar búið
er að skilgreina stillingar fyrir nýtt pósthólf birtist heiti þess í stað Pósthólf.

Uppköst—vistar drög að skilaboðum sem hafa ekki verið send.

Sendir hlutir—vistar skilaboð sem eru send, nema þau sem eru send um

Bluetooth.

Úthólf—vistar tímabundið skilaboð sem bíða þess að verða send.

Tilkynningar (sérþjónusta)—vistar skilatilkynningar um send textaskilaboð,

sérstakar skilaboðategundir, svo sem nafnspjald, og margmiðlunarboð sem þú
hefur sent. Hugsanlega geturðu ekki fengið skilatilkynningar um
margmiðlunarboð sem hafa verið send á tölvupóstfang.