■ Flýtiritun
Með flýtiritun er hægt að slá inn hvaða staf sem er með því að styðja aðeins einu
sinni á hvern takka. Til að velja flýtiritun skaltu ýta á * og velja Kveikja á flýtiritun.
Þá er flýtiritunin virk í öllum ritlum símans.
1. Ýttu á takkana 2–9 til að slá inn tiltekið orð. Styddu aðeins einu sinni á hvern
takka fyrir hvern staf. Orðið breytist í hvert skipti sem stutt er á takka.
Til að fá upp algengustu greinarmerki skaltu ýta á 1. Til að fá upp fleiri
greinarmerki og sérstafi skaltu halda * inni.
Ef eyða á staf er stutt á hreinsitakkann. Ef eyða á fleiri stöfum er
hreinsitakkanum haldið inni.
2. Þegar þú hefur slegið inn orð og það er rétta orðið skaltu staðfesta það með
því að skruna áfram eða slá inn bil.
Ef orðið er ekki rétt skaltu ýta endurtekið á * til að skoða önnur svipuð orð sem
orðabókin finnur.
Ef ? birtist aftan við orðið inniheldur orðabókin ekki orðið sem þú vildir slá inn.
Veldu Stafa til að bæta orðinu inn í orðabókina. Sláðu inn orðið (allt að
32 stafir) með hefðbundinni textaritun og veldu Í lagi. Þá er orðinu bætt inn
í orðabókina. Þegar orðabókin er orðin full er elsta orðinu sem var sett inn
í hana skipt út fyrir nýjasta orðið.