■ Myndsímtali svarað eða hafnað
Þegar myndsímtal er móttekið birtist
.
Myndsímtali er svarað með því að ýta á hringitakkann. Þá birtist Leyfa
myndsendingar til þess sem hringir?. Ef þú velur Já birtist myndin sem tekin var
á myndavél tækisins hjá þeim sem hringir. Ef þú velur Nei eða gerir ekki neitt er
engin mynd send og grár skjár birtist í staðinn fyrir hreyfimyndina.
Jafnvel þó þú hafnir myndsendingu í myndsímtali verður tekið gjald fyrir símtalið
sem myndsímtal. Fáðu verðupplýsingar hjá þjónustuveitunni.
Myndsímtalinu er lokið með því að ýta á hætta-takkann.
Styddu á hætta-takkann til að hafna myndsímtalinu eða veldu Valkostir > Hafna.
Til að senda textaskilaboð til þess sem hringir til að segja hvers vegna símtalinu
var ekki svarað skaltu velja Valkostir > Senda textaskilaboð. Nánari upplýsingar
um stillingarnar eru í „Sími“ á bls. 74.