
■ Takkalás (takkavari)
Hægt er að læsa takkaborðinu til að koma í veg fyrir að ýtt sé óvart á takka.
Til að læsa takkaborðinu í biðstöðu skaltu ýta á vinstri valtakkann og * innan
1,5 sekúndu. Til að takkaborðið læsist sjálfvirkt eftir tiltekinn tíma skaltu velja
Valmynd > Stillingar > Símstill. > Almennar > Öryggi > Sími og SIM-kort >
Sjálfvirk læsing takka > Notandi tilgreinir og tiltekna tímann.
Til að taka læsinguna af í biðstöðunni skaltu velja Úr lás og ýta á * innan
1,5 sekúndu.
Þegar takkarnir eru læstir kann að vera hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið sem er
forritað í tækið.

19