Nokia 6120 classic - Virk biðstaða

background image

Virk biðstaða

Þegar tækið er í virkri biðstöðu er hægt að nota skjáinn til að opna mest notuðu
forritin á fljótlegan hátt. Til að velja hvort virk biðstaða birtist skaltu velja
Valmynd > Stillingar > Símstill. > Almennar > Sérstillingar > Biðstaða > Virkur
biðskj.
> Kveikt eða Slökkt.

Til að opna forrit í virkri biðstöðu skaltu skruna að forritinu og velja það. Í virkri
biðstöðu birtast sjálfgefnu forritin efst á skjánum og þar fyrir neðan dagbók,
verkefni og upplýsingar um það sem verið er að spila hverju sinni. Forrit eða
færsla er valin með því að skruna að henni og velja hana.