Nokia 6120 classic - Gögn send

background image

Gögn send

Aðeins er hægt að hafa eina Bluetooth-tengingu virka í einu.

1. Opnaðu forrit þar sem hluturinn sem þú vilt senda er vistaður.

2. Skrunaðu að efninu sem þú ætlar að senda og veldu Valkostir > Senda >

Með Bluetooth.

3. Síminn byrjar að leita að tækjum á svæðinu. Pöruð tæki eru auðkennd með

.

Þegar þú leitar að tækjum geta sum tæki aðeins sýnt eingild vistföng sín.
Til að finna eingilt auðkennisnúmer símans þíns skaltu slá inn
kóðann *#2820# í biðstöðu.

background image

87

Ef þú hefur áður leitað að tækjum birtist fyrst listi yfir þau tæki sem fundust
við þá leit. Til að hefja nýja leit skaltu velja Fleiri tæki. Ef þú slekkur á símanum
er tækjalistinn hreinsaður og ræsa verður tækjaleitina aftur áður en gögn eru
send.

4. Veldu tækið sem þú vilt tengjast.

5. Paraðu tækin.

• Ef hitt tækið fer fram á pörun áður en hægt er að senda gögn heyrist

hljóðmerki og beðið er um lykilorð.

• Búðu til þitt eigið lykilorð (1–16 tölustafir) og biddu eiganda hins tækisins

um að nota sama lykilorð. Ekki þarf að leggja lykilorðið á minnið.

• Eftir pörun vistast tækið á skjánum Pöruð tæki.

6. Þegar tengingunni hefur verið komið á birtist athugasemdin Sendi gögn.

Gögn sem hafa borist um Bluetooth-tengingu er að finna í Innhólf í Skilaboð.