
■ Bluetooth-tenging
Bluetooth-tækni heimilar þráðlausa tengingu á milli rafeindatækja sem eru í allt
að 10 metra (33 feta) fjarlægð hvort frá öðru. Bluetooth-tengingu má nota til að
senda myndir, myndskeið, texta, nafnspjöld eða minnispunkta dagbókar, sem og
til að tengjast við samhæf Bluetooth-tæki, svo sem við tölvur.
Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2.0 sem styður eftirfarandi snið:
Dial Up Networking, Serial Port, File Transfer, Object Push, Handsfree, Headset, SIM Access,

86
Generic Access og Advanced Audio Distribution. Til að tryggja samvirkni milli annarra tækja
sem styðja Bluetooth-tækni skal nota aukahluti sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa
tegund. Leita skal upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við
þetta tæki.
Takmarkanir kunna að vera á notkun Bluetooth-tækni á sumum stöðum. Kanna skal það hjá
yfirvöldum á staðnum eða þjónustuveitunni.
Aðgerðir sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni meðan
aðrar aðgerðir eru notaðar krefjast aukinnar rafhlöðuorku og minnka endingu rafhlöðunnar.