Hugbúnaður uppfærður
Viðvörun: Ekki er hægt að nota tækið meðan á hugbúnaðaruppfærslu
stendur, jafnvel ekki til að hringja neyðarsímtöl. Aðeins er hægt að nota
það að uppfærslunni lokinni og þegar það hefur verið endurræst. Taka
skal öryggisafrit af gögnum áður en uppfærsla er samþykkt.
Mundu að vista afrit af mikilvægum persónulegum upplýsingum og skrám (svo
sem tengiliðum, myndum og skilaboðum) áður en hugbúnaðurinn er uppfærður.
Til að skoða núverandi útgáfu hugbúnaðarins skaltu velja Valmynd > Stillingar >
Gagnastjóri > Stj. tækis > Uppfærslur.
82
1. Veldu Valmynd > Stillingar > Gagnastjóri > Stj. tækis > Uppfærslur >
Valkostir > Leita að uppfærslum.
Ef hægt er að fá uppfærslur fer tækið að hlaða þeim niður.
2. Að því loknu skaltu svara Já þegar spurt er hvort halda eigi uppsetningu áfram.
Til að hefja uppsetningu síðar skaltu velja Nei.
Til að hefja uppsetningu síðar skaltu velja Valmynd > Stillingar > Gagnastjóri >
Stj. tækis > Valkostir > Setja upp uppfærslu.
Ef tilgreint er eitt miðlarasnið er það notað sem sjálfgefið. Ef ekkert miðlarasnið
hefur verið tilgreint biður tækið þig um að búa það til, eða velja af lista yfir
miðlara ef um fleiri en einn er að ræða.
Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá stillingarnar.