Uppsetning forrits
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá traustum
aðilum, t.d. forrit með Symbian Signed eða forrit sem hafa verið prófuð með
Java Verified
TM
.
Áður en forrit er sett upp í Stjórn. forrita skaltu skruna að uppsetningarskránni
og velja Valkostir > Skoða frekari uppl. til að skoða upplýsingar, t.d. um gerð
forritsins, útgáfunúmer og seljanda eða framleiðanda forritsins.
83
Nauðsynlegt er að hafa .jar-skrá til að setja upp Java-forrit. Ef skrána vantar getur
síminn beðið þig um að hlaða henni niður.
Til að setja upp forrit eða hugbúnaðarpakka:
1. Skrunaðu að uppsetningarskrá. Forrit sem sett eru upp á minniskortinu eru
merkt með
.
2. Veldu Valkostir > Setja upp.
Þú getur einnig leitað í minni símans eða á minniskortinu, valið forritið og ýtt
á skruntakkann til að hefja uppsetninguna.
Meðan á uppsetningu stendur birtir síminn upplýsingar um stöðu
uppsetningarinnar. Ef þú setur upp forrit án stafrænnar undirskriftar eða
vottorðs birtir síminn viðvörun. Þú skalt aðeins halda áfram að setja upp
forritið ef þú ert viss um uppruna þess og innihald.
Til að sjá fleiri upplýsingar um forritið skaltu skruna að því og velja Valkostir >
Opna vefsíðu. Ekki er víst að þessi valkostur sé tiltækur í öllum forritum.
Til að sjá hvaða hugbúnaðarpakkar hafa verið settir upp eða fjarlægðir, og hvenær
það var gert skaltu velja Valkostir > Skoða notk.skrá.