Staðsetning
Staðsetningarþjónustan gerir þér kleift að fá upplýsingar frá þjónustuveitum um
staðbundið efni, svo sem fréttir af veðri eða umferð, eftir því hvar tækið er
staðsett (sérþjónusta).
Til að velja staðsetningaraðferð skaltu velja Staðsetningaraðferðir, skruna að
tiltekinni aðferð og velja Valkostir > Kveikja. Til að stöðva notkun hennar skaltu
velja Valkostir > Slökkva.
Til að tilgreina aðgangsstað staðsetningarmiðlarans skaltu velja
Staðsetningarmiðlari > Aðgangsstaður og þann aðgangsstað sem nota skal. Veldu
síðan Vistfang miðlara og sláðu inn lénsheiti eða veffang miðlarans.