Sérsnið
Veldu Skjár, Biðstaða, Tónar, Tungumál, Þemu eða Raddskipanir.
Skjár
Skjábirta—Til að stilla birtustigið á skjánum.
Leturstærð—Til að velja leturstærðina á listum og ritlum.
Sparnaður hefst eftir—Til að stilla tímann þar til rafhlöðusparnaðurinn
verður virkur.
Opnun.kv. eða táknm.—Til að stilla á opnunarkveðjuna eða táknið sem birtist
í stutta stund í hvert sinn sem þú kveikir á símanum.
Tímamörk ljósa—Til að stilla tímann þar til slokknar á skjálýsingu.
Biðstaða
Virkur biðskj.—Til að gera biðskjá virkan eða óvirkan. Sjá „Virk biðstaða“ á bls. 15.
Flýtivísar—Til að úthluta flýtivísum á hægri og vinstri valtakka, til að skruna
í ýmsar áttir eða styðja á skruntakkann í biðstöðu. Skruntakkaflýtivísarnir eru
ekki í boði ef Virkur biðskj. er Kveikt.
Forrit. í virk. biðskjá—Til að velja þá forritaflýtivísa sem eiga að birtast í virkri
biðstöðu. Þessi stilling er aðeins í boði ef Virkur biðskj. er stilltur á Kveikt.
Skjátákn símafyrirt.—Þessi stilling er aðeins sýnileg ef þú hefur móttekið og vistað
skjátákn símafyrirtækis. Hægt er að velja hvort skjátákn símafyrirtækis birtist.
71
Tónar
Hægt er að breyta tónum fyrir klukkuna, dagbókina og það snið sem er í notkun.
Sjá „Snið“ á bls. 62.
Tungumál
Tungumál síma—Til að velja annað tungumál fyrir skjátexta í símanum. Þessi
breyting kann einnig að hafa áhrif á snið dag- og tímasetningar sem og skiltáknin
sem notuð eru, t.d. í útreikningum. Ef Sjálfvirkt er valið velur síminn tungumálið út
frá upplýsingum á SIM-kortinu. Þegar þú velur nýtt tungumál skjátexta
endurræsist síminn.
Tungumál texta—Til að breyta innsláttartungumáli símans. Þegar tungumálinu er
breytt hefur það áhrif á stafi og sértákn sem eru tiltæk þegar texti er ritaður og
flýtiritun eru notuð.
Flýtiritun—Til að stilla á flýtiritun Virk eða Óvirk öllum ritlum símans. Veldu
tungumál fyrir flýtiritun af listanum.
Þemu
Hægt er að setja upp þemu. Sjá „Þemu“ á bls. 62.
Raddskipanir
Hægt er að breyta stillingum fyrir raddskipanir og raddstýrðar hringingar.
Sjá „Raddskipanir“ á bls. 79.