
Dagbókarfærslur búnar til
1. Veldu Valkostir > Nýtt atriði og tegund færslu.
Afmæli eru færslur sem eru endurteknar árlega.

65
2. Fylltu út reitina.
Endurtaka—Styddu á skruntakkann til að breyta færslunni þannig að hún verði
endurtekin. Færsla sem er endurtekin er merkt með
í dagskjánum.
Endurtaka fram til—Til að setja lokadag á endurteknu færsluna, t.d. lokadag
vikulegs námskeiðs. Þessi valkostur sést aðeins ef þú hefur valið að endurtaka
viðburðinn.
Samstilling > Einkamál—Eftir samstillingu getur einungis þú séð
dagbókarfærsluna þar sem hún er falin fyrir öðrum, jafnvel þótt þeir hafa
aðgang að dagbókinni á netinu. Sýnileg—Þeir sem hafa aðgang að dagbókinni
þinni á netinu geta séð færsluna. Engin—Dagbókarfærslan er ekki afrituð þegar
dagbókin er samstillt.
3. Veldu Lokið til að vista færsluna.