■ Þemu
Veldu þér þema til að breyta skjámynd símans. Þema getur innihaldið veggfóður
og orkusparnað sem birtist í biðstöðu. Hægt er að breyta þemanum til að sérsníða
símann að þínum smekk.
Veldu Valmynd > Stillingar > Þemu. Veldu Almennt til að fá upp lista yfir þau
þemu sem eru tiltæk. Merkt er við þemað sem er í notkun.
Þema er forskoðað með því að skruna að því og velja Valkostir > Skoða áður. Til að
þemað verði virkt skaltu velja Velja.
Í Þemu er einnig hægt að velja stillingu fyrir útlit valmyndar eða sérsniðið
veggfóður og sérsníða útlit orkusparnaðarins.
Til að setja inn þema skaltu velja Valmynd > Stillingar > Þemu > Almennt og
þemað sem þú vilt nota.