Nokia 6120 classic - microSD-kort

background image

microSD-kort

Aðeins skal nota samhæf microSD-kort sem Nokia hefur viðurkennt
til notkunar með þessu tæki. Nokia styðst við viðurkennda staðla fyrir
minniskort. Þó getur verið að sum kort sé ekki hægt að nota að fullu
með þessu tæki. Ósamhæf kort geta skaðað kortið og tækið og
skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.

Geyma skal microSD-kort þar sem lítil börn ná ekki til.

background image

11

Hægt er að auka tiltækt minni með microSD-minniskorti. Hægt er setja
microSD-kort í símann eða fjarlægja það án þess að slökkva á símanum.

Mikilvægt: Fjarlægið ekki minniskortið meðan á aðgerð stendur og kortið
er í notkun. Ef kortið er fjarlægt í miðri aðgerð getur það valdið skemmdum
á minniskortinu og tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.

microSD-korti komið fyrir
Gættu þess að minniskortið fylgir kannski með símanum.

1. Opnaðu hliðarhólfið (1).

2. Settu microSD-kortið í raufina þannig

að gyllti snertiflöturinn snúi upp (2).
Ýttu kortinu varlega á sinn stað.

3. Lokaðu hliðarhólfinu vandlega (3).

microSD-kort fjarlægt
1. Opnaðu hliðarhólfið.

2. Ýttu varlega á kortið til að losa það.

Þá birtist Fjarlægðu minniskort og
styddu á „Í lagi“
. Dragðu kortið út og
veldu Í lagi.

3. Lokaðu hliðarhólfinu vandlega.