
■ Hefðbundin notkunarstaða
Notaðu símann aðeins í hefðbundinni stöðu.
Meðan á lengri aðgerðum stendur, svo sem myndsímtali eða
háhraðagagnatengingu, getur tækið hitnað. Það er í flestum
tilvikum eðlilegt. Ef tæki vinnur ekki rétt skal fara með það til
næsta viðurkennda þjónustuaðila.
Í tækinu eru innbyggð loftnet.

13
Til athugunar: Líkt og gildir um öll tæki sem
taka við eða senda útvarpsbylgjur ætti að
forðast að snerta loftnet tækisins að óþörfu
þegar það er í notkun. T.d. ætti að forðast að
snerta farsímaloftnetið meðan á símtali
stendur. Snerting við sendi- eða
móttökuloftnet hefur áhrif á sendigæði, getur
valdið því að tækið noti meiri orku en annars er
nauðsynlegt og getur minnkað líftíma
rafhlöðu þess.
Farsímaloftnet (1)
Bluetooth-loftnet (2)